Reynslubrunnur íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja

  • Stækka leturstærð
  • Sjálfgefin leturstærð
  • Minnka leturstærð

Hver er lausnin

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út

Hvað er það svo sem leiðir til velgengni? Enn og aftur verður að undirstrika að það eru engar auðveldar leiðir og það er ekkert forskot sem við höfum á samkeppnina.  Þetta snýst bara um fólk og fjármagn.  Vertu viss um að fyrirtækið sé skipað sem færustum einstaklingum því það eru þeir sem móta og ákvarða framgang þess.

”Umlyktu þig besta fólkinu sem þú finnur, útdeildu völdum á milli þess og vertu ekki að blanda þér í málin”
(Ronald Reagan, Fortune, 1986)


Read 3 Comments... >>
Lesa meira...
 

Þetta er þrotlaus vinna

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út

Það er gríðarlega erfitt að byggja upp vöru erlendis og ná góðri markaðshlutdeild. Fyrirtækið þarf að vera mjög vel skipulagt frá toppi til táar. Það verður að leggja mikla vinnu í að koma á öguðum ferlum innan þess, annars verða öll verkefni þess formlaus og stjórnlaus.

Það verður að veita töluverðu fé í áætlanagerð. Áætlanirnar verða að vera unnar af vandvirkni og það þarf að vera gott eftirlit með því hvort raunverulegur framgangur sé í takt við áætlanirnar. Svo er gott að gera varaáætlanir og viðlagaáætlanir vegna helstu áhættuþátta í áætlanagerð. Allar áætlanir verður að endurskoða reglulega, athuga hvort framgangurinn er í takt við áætlunina, ef ekki þá reyna að finna ástæðu þess, og gera nýja áætlun ef þess þarf.


Read 0 Comments... >>
Lesa meira...
 

Að selja vöruna

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út

Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það að markaðssetning og söluaðferðir vöru eru það sem á endanum skiptir öllu máli um velgengni fyrirtækisins.  Ef það eru 100 góðar hugmyndir fyrir hverja vel smíðaða vöru þá eru 100 vel smíðaðar vörur fyrir hverja vöru sem vegnar vel á markaði.  Það er sama hversu stórkostleg hugmyndin var, sama hversu snilldarlega hún var smíðuð og sama hversu stórkostlegan stuðning hún hefur.  Ef menn standa sig ekki við að selja hana þá hrynur allt til grunna.  Þessi sannleikur verður seint hrakinn:
Read 0 Comments... >>

Lesa meira...
 

Þetta tekur lengri tíma

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út

Búðu þig undir það, þetta tekur lengri tíma en þú heldur. Undirbúningurinn verður víðtækari en gert var ráð fyrir. Þróunin tefst og eykst í umfangi, prófanir dragast á langinn, sölur láta á sér standa, fjármögnun tekur mikið af tíma lykilstarfsmanna, staðfæringar á hugbúnaði eru alls ekki eins einfaldar og menn bjuggust við. Það að búa til vörumerki og vinna erlendan markað er þrotlaust starf sem tekur undantekningalaust mörg ár. Svona heldur listinn áfram um nánast alla hluti í ferlinu við að koma vöru á erlendan markað.


Read 0 Comments... >>
Lesa meira...
 

Besta ráðið varðandi útrás

Senda hlekk á þessa síðu til vinar Prenta út

Spurt var, ef þú ættir að gefa eitt ráð varðandi útrás, hvert væri það. Það voru ekki allir sem gátu nefnt eitthvað eitt atriði en svör viðmælenda við þessum spurningum voru mjög áhugaverð og tóku á mismunandi hlutum leiðarinnar á erlendan markað. Eins og áður þar sem menn lögðu út af reynslu sinni þá voru sumir hlutirnir sem komu fram í nokkurri þversögn við hluti frá öðrum viðmælendum. Hér á eftir eru helstu ráðin sem voru gefin:


Read 0 Comments... >>
Lesa meira...
 


Síða 1 af 2

Innskráning


Kannanir

Hver er reynsla þín af hugbúnaðargerð?
 

Hverjir eru tengdir

Það er/u 84 gestir inni